Reiðhjóla og hjálmadagur Kiwanis og Eykyndils

Reiðhjóla og hjálmadagur Kiwanis og Eykyndils


Árlegur hjóladagur Kiwanismanna og Slysavarndeildarinnar Eykyndils var síðastliðinn laugardag á planinu við Kiwanishúsið. Tilefnið er að Kiwanishreyfingin á Íslandi, Eimskip og Flytjandi hafa sameinast um að gefa öllum börnum, sem hófu grunnskólanám síðasta haust, reiðhjólahjálma.

Að þessu sinni voru börnin í Eyjum 48 talsins. Þau mættu með hjólin sín, mörg hver með foreldrum sínum eða öfum og ömmum og fengu afhenta hjálmana. Þá sá Slysavarndeildin Eykyndill um ýmiskonar hjólaþrautir fyrir þau og lögreglan skoðaði hjólin og veitti þeim skoðunarmiða, ef þau stóðust helstu öryggiskröfur.  Kiwanisfélagar sáu síðan um að grilla pylsur handa öllum viðstöddum. Hjóladagurinn er orðin margra ára hefð hér í Eyjum og hluti af vorstemningunni og afhending hjálmanna hluti af einkunnarorðum Kiwanishreyfingarinnar, Börnin fyrst og fremst.

FLEIRI MYNDIR ERU UNDIR MYNASAFNI.