Klúbbakeppni í golfi

Klúbbakeppni í golfi


Í dag fór fram hið árlega golfmót milli klúbbanna Kiwanis, Oddfellow og Akóges í golfi. Þokkalega viðraði á mannskapinn sérstaklega þegar líða fór á daginn og þegar leik var lokið var boðið upp á súpu, steik og annað góðgæti og veitti ekki af enda menn svangir eftir 18 holu keppni. Í ár var það Kiwanisklúbburinn Helgafell sem var sigursæll og segja sumir, það var kominn tími til.

Það voru Oddfellow félagar sem sáu um mótið að þessu sinni og gerðu það af miklum myndarskap eins og þeim er von og vísa, og um verðlaunaafhendingu sáu þeir félagar Gísli Jónasar og Sigurður Guðmundsson. Ég mund birta nánari upplýsingar um úrslit síðar eða þegar ég hef fengið þau í hendur, og gaman væri ef maður fengi einnig eldri útslit til að vista hér á vefnum og búið til sérstakan tengil fyrir það, þannig að þetta væri alltaf aðgengilegt fyrir klúbbanna.

En það er komið fullt af myndum inn á myndasafnið frá þessu móti.