Óvissufundur

Óvissufundur


Í gærkvöldi var almennur fundur sem jafnframt var Óvissufundur sem hófst á því að allir mættu í Kiwanishúsið og forseti setti fundinn og sagði frá þremur ungum mönnum sem áhuga hafa á að ganga til liðs við okkur og einnig var kynntur nýútkominn geisladiskur sem klúbburinn er útgefandi af.

Á þssum diski eru átta lög, Kiwanislagið sem Snorri Snorrason flytur og sex lög með Bræluböllum og síðan en ekki síst klúbbsöngur Helgafells í flutningi Sæþórs Vídó og hljómsveitarinnar Tríkot. Að þessu loknu var haldið út í óvissuna en fyrir útan beið rúta og var haldið í heimsókn til félaga okkar Gríms Þórs Gíslasonar eða Gríms Kokks eins og flestir þekkja kappann. Grímur er með mikla matvælaframleiðslu og framleiðir t.d Fiskibollur af ýmsum gerðum, plokkfisk, fisk í raspi, buff o.mfl.
Okkur beið þarna mikil veisla grillað folaldafile með öllu tilheyrandi frá Stefáni á Café María og síðan fengum við að smakka á framleiðslu Gríms og kynnti Grímur fyrirtækið og framleiðslu fyrir félögum sen létu vel að þessari heimsók og berum við Grími og hans fólki bestu þakkir frá klúbbnum og efumst við ekki um að þetta fyrirtæki á eftir að vaxa og dafna í framtíðinni.

Það má sjá myndir frá heimsókninni á myndasíðunni.