Fv umdæmisstjórar í heimsókn

Fv umdæmisstjórar í heimsókn



Í morgun kom Guðmundur Baldursson og kona hans Kim í heimsókn til Eyja ásamt fv Evrópu- umæmisstjórum og mökum.
Þetta voru umdæmisstjórar sem gegndu embætti á sama tíma og Guðmundur eða starfsárið 2005 - 2006.
Heimsóknin hófst með því að hópurinn fór í bátsferð í kringum Heimaey og að henni lokinni tók
Kristján Björnsson á móti hópnum og fylgdi þeim í Kiwansihúsið við Standveg.

Þar var smá móttaka hjá Helgafellsfélögum og var boðið upp á súpu og brauð ásamt kaffi og brauðtertu fyrir
hópinn til að gæða sér á eftir bátsferðina. Farið var með hópinn um húsið okkar og einnig var hópurinn leystur
út með smá gjöf frá Helgafelli sem samanstóð af afmælisfána klúbbsins og nýútgefnum Helgafellsgeisladiski.
Að heimsókn í Kiwanishúsið lokinni var farið í rútuferð og fór Kristján Björnsson með hópnum sem leiðsögumaður
og var byrjað á því að fara upp á nýja hraun og skoða minnisvarðann að fyrsta Kiwanishúsinu sem fór undir hraun
í Heimaeyjargosinu 1973.
Síðan var áætlað að skoða Pompei norðursins og síðan var áætluð brottför kl 15.00 með flugi á Bakka.
Þetta var ánægjuleg heimsókn í alla staði fyrir okkur Helgafellsfélaga og vonandi gestina líka.

Myndir frá heimsókninni eru inni á myndasíðunni.