Fjölskyldudagur

Fjölskyldudagur


Í gær var fjölskyldudagur Helgafells og var hann haldinn að þessu sinni í Skátastykkinu suður af flugbrautinni í blíðskapar veðri, og var mæting góð.

Það voru um 70 manns í það heila sem mættu, en ákveðið var hjá nefndinni að hafa þetta svona í ár í staðinn fyrir að fara í útilegu upp á fastalandið eins og undanfarinn ár þar sem mæting var orðið ansi légleg og þess vegna þörf á að breyta til en það er ekki þar með sagt að búið sé að blása ferðalögin af til frambúðar.
Eins og áður sagði var veðrið frábært svona eins og undanfarna daga og áttum við félagar með börnum og vinum góðan dag suður á eyju þar sem farið var í leiki svo sem naglaboðhlaup fótbolta o.fl og síðan var að sjálfsögðu slegið upp frábærri grillveislu og sá Gímur kokkur um eldamenskuna af sinni alkunnu snild, en boðið var upp á pylsur með öllu og lamalæri með öllu tilheyrandi, salötum og sósum. Við félagarnir þökkum síðna Fjöldyldudagsnefnd fyrir frábæran dag og vel unnin störf.

Síðan er komið fullt af mundum inn í myndasafnið frá þessum fjölskyldudegi okkar.