Ferðamálaráð Vestmannaeyja á fundi hjá Helgafelli !

Ferðamálaráð Vestmannaeyja á fundi hjá Helgafelli !


Forseti setti fund kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna til fundar og sagði frá dagskrá fundarins og þá sérstaklega aðalgestum kvöldsins sem voru frá ferðamálaráði Vestmannaeyja þau Páll Schewing Berglind Sigmarsdóttir og Íris Sif Hermannsdóttir. Að kynningu lokinni fór forseti yfir afmælisdaga félaga en þeir voru margir að þessu sinni og að því loknu var tekið matarhlé og matarnefndin bar fram matinn sem var frá Sigurði Gíslasyni á veitingastaðnum Gott en þau hafa þjónustað okkur með miklum sóma í vetur. Að loknu matarhléi kynnti forseti gesti kvöldsins til leiks og hóf Berglind erindið með góðum inngangi um ferðamálin og það sem hefur verið gert og það sem er í bígerð, en 

Berglind flutti innganginn úr pontu og síðan færðu ræðumenn sig að sviðinu og þá voru notaðar glærur og þar hélt Berglind áfram. Því næst tók Íris við og sagði m.a frá því að Vestmannaeyjar væru kominn á topplista hjá New Yourk Times yfir áfangastaði ársins 2024 sem er frábært og greinilegt að það fólk sem er í ferðamálaráði og þessum iðnaði almennt í Vestmannaeyjum er að vinna frábært starf. Páll Schewing talaði síðan og sagði frá þróun á ferðamennsku hér í Vestmannaeyjum og fór yfir þróun farþegafjölda með Herjólfi en Páll situr í stjórn Herjólfs. Páll fór yfir þessi mál á grafi og er ekki hægt að segja annað en að þetta væri áhugaverð þróun. Í lokin svöruðu þremeningarnir spurningum frá fundarmönnum og var greinilega mikill áhugi á efninu en eins og við vitum þá er þetta lífsspursmál fyrir okkur Eyjamenn að hafa góðar samgöngur til að ferðaþjónustu og fyrirtækjarekstur geti blómstrað hér í Vestmannaeyju. Að loknu erindi kallaði Kristleifur forseti þremenninganna upp og færði þeim páskaegg sem þakklætisvott fyrir frábært erindi og óskum við þeim alls hins besta í komandi verkefnum í ferðaþjónustu.

TS.