Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir góð verkefni í þágu samfélagsins hér í Eyjum. Jólasælgætið er aðalfjáröflun klúbbsins og með góðum stuðningi bæjarbúa og fyrirtækja sem kaupa af
okkur styrktarlínur og auglýsingar er hægt að halda þessu góða verkefni á lofti með glæsibrag. Strax í dag munu félagar byrja að selja og ganga í hús og selja öskjuna sem mun kosta 2.000 kr og mun verða selt allavega næstu vikuna, og einnig má nálgast öskjur í Tvistinum.
Með ósk um góðann stuðning eins og ávalt
Kiwanisklúbburinn Helgafell.
© Smartmedia 2014