Hreinsun Helgafells !

Hreinsun Helgafells !Í dag var Plokkdagurinn á landsvísu og þar tökum við okkur félagar í Helgafelli okkur til og hreinsum allt rusl af okkar svæði sem er Helgafellið, en þaðan kemur nafnið á okkar góða klúbbi. Þetta er ekki nýtt verkefni hjá okkur og byrjuðu klúbbfélagar á þessu langt á undan þessum hreinsunardegi eða Plokkdegi. Félagasamtök í Vestmannaeyjum taka í dag þátt í þessu og var mæting með ágætum í blíðskapa veðri en  tíu félagar mættu frá okkur í þetta verkefni, en í þetta er áætlaður einn og hálfur klukkutími. Að loknu góðu

verki býður Vestmannaeyjabær til grillveislu á Stakkagerðistúni, og er þetta skemmtilegur viðburður sem fólk á ekki að láta framhjá sér fara.
Kærar þakkir félagar fyrir ánægjulega samveru í hlíðum Helgafells í dag.

Tómas Sveinsson 
Forseti Helgafells.