Sælkerafundur Helgafells !

Sælkerafundur Helgafells !


Í gærkvöldi fimmtudaginn 30 apríl var hinn árlegi Sælkerafundur Helgafells haldinn, en á þessum fundi sjá kokkar klúbbsins um matseldina en allt hráefni kemur úr hafinu hér við Eyjar. Félagar bjóða með sér gestum og voru 130 manns mættir í Kiwanishúsið á þennann fund. Forseti Tómas Sveinsson setti fundi klukkan 19:30 og bauð alla velkomna og byrjaði á venjulegum fundarstörum og kallaði síðan Kristleif Guðmundsson fram til að kynna matseðilinn, en hann var fjölbreyttur og samanstóð af 13 fiskréttum ásamt öllu meðlæti sem tilheyrir og að lokinni kynningu bauð forseti fundarmönnum að gjöra svo vel og ganga í hlaðborðið. Að loknu borðhaldi var 

klappað fyrir kokkum kvöldsins og síðan aðal gestur kvöldsins boðaður til leiks en það var engin annar en stórleikarinn Örn Árnason og fór kappinn hreinlega á kostum, gítarinn var auðvitað með í för og fékk hann menn til að syngja með sér ásamt að segja góðar sögur og brandaram það er engin svikinn að því að fá þennann kappa til að skemmta, enda var kappinn klappaður upp af fundarmönnum. Í lokinn afhenti Tómas forseti Erni bókargjöf frá klúbbfélögum fyrir frábæra skemmtun.
Ekki var fleira á dagskrá á þessum fundi sem forseti sleit um kl 21:30 og áttu fundarmenn síðan ánægjulega kvöldstund saman í Kiwanishúsinu við tómstundastarf eða í góðu spjalli.
TS.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

UMFJÖLLUN EYJAR.NET