Almennur fundur hjá Helgafelli !

Almennur fundur hjá Helgafelli !


Fimmtudaginn 16 mars var alemennur fundur hjá okkur og þar var aðalgestu kvöldsins Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir sem hefur unnið þrekvirki í Gambíu og rekur verslun í Eyjum til styrktar sínu verkefni
Verslunin heitir Kubuneh en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra hefur komið að hjálparstarfi en öll afkoma af versluninni rennur til hjálparstarfs í þorpinu. Þetta er ekki eini nýi reksturinn hjá Þóru Hrönn heldur hefur hún einnig tekið við rekstri á heilsugæslunni í fyrrnefndu þorpi í Gambíu. Í því felst meðal annars að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. Árlega leita 12-15 þúsund manns til heilsugæslunnar. Þóra Hrönn hefur

 einnig látið umhverfismál, endurvinnslu og bætta nýtingu sig varða og beitt sér á þeim vettvangi. 
Þetta var frábært erindi hjá Þóru  og létu fundarmenn vel afa fyrirlestrinum, og gaman að fá konu inn á fund með svona frábært erindi. Mæting á fundinn var mjög góð og í lokin var Þóru færð bókargjöf sem smá þakklætisvottur frá klúbbnum.


Haraldur Bergvinsson fráfarandi forseti afhendir Þóru bókagjöf frá klúbbnum í fjarveru forseta.