Óvissufundur 3 mars 2023

Óvissufundur 3 mars 2023


Óvissufundurinn okkar fór fram föstudaginn 3 mars s.l , forseti setti fund kl 19:30 og fór yfir hefðbundna dagskrárliði og síðan var Tommagrín, setta upp á tjaldið og því næst tekið matarhlé ! Þar sem þetta er ekki hefðbundinn fundur var því ekki hefðbundinn matur heldur Hamborgari með frönskum og öllu sem því fylgir, en á þessum fundi var stjórnin dagskrárnefndin og því hlutirnir einfaldaðir. Að loknu matarhléi var fundarmönnum skipt upp í tvo hópa og lagt út í óvissuna, Tómas forseti fór fyrir fyrri hópnum og Kristleifur kjörforseti fyrir þeim seinni. Haldið var af stað gangandi enda ekki langt að fara til að byrja með en áfangastaðurinn var fyrir hornið á húsinu á götuhæð Kiwanishússins þar sem hjónin Anna Hulda Ingadóttir sjúkraþjálfari og Davíð eiginmaður hennar tóku á móti okkur og sýndu okkur þann rekstur sem er að hefja göngu sína í húsnæðinu. En Anna Hulda og Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfarar hafa tekið húsnæðið á leigu og opnað flotta sjúkraþjálfundarstöð undir nafninu Allra heilsa ! Húsnæðið er allt hið glæsilegasta og verður fjölbreytt starfsemi hjá þeim stöllum m.a hópatímar og

alhliða sjúkraþjálfun. Við óskum þessu frábæra fólki velfarnaðar í rekstinum á nýjum stað. Að þessari heimsókn lokinni beið okkur rúta fyrir utan og fleiri minni rútur inní henni og haldið var af stað með fyrri hópinn inn í Herjólfsdal en sá seinni héld af stað til að skoða Allra heilsu.
Einar Birgir Baldursson og fjölskylda eiga ferðaþjónustufyrirtæki starfandi í Eyjum og eru með rútur og fara túra undir leiðsögn um Vestmannaeyjar, en nýjasta afrekið hjá þessum dugnaðarforkum er að taka að sér Herjólfsbæinn í dalnum og eru búið að gera þvílíkar breytingar á bænum og útbúa glæsilegt safn um sögu Herjólfs og hanns fólks. Þarna eru brúður í fullri stærð af heimilisfólki í Herjólfsbæ og fór Einar yfir söguna af það mikilli innlifun að heyra hefði mátt saumnál detta. Félagar spurðu Einar út í hina ýmsu hluti bæði um sögu Herjólfs og reksturinn og framtíðaráætlanir. Síðan var haldið út í rútu og ekið af stað niður í Kiwanishús þar sem seinni hópurinn skipti við okkur og lagði í hann í Herjólfsdalinn. Hóparnir sameinuðust síðan aftur í Kiwanishúsinu að lokum og áttu ánægjulega kvöldstund sama í góðu spjalli, pílukasti og snókerleik.
Við þökkum öllum sem komu að þessum óvissufundi, Allra heilsu og Einari Birgi og fjölskyldu og vonandi verður framtíðin björt hjá þessu dugnaðarfólki í sínum rekstri.

TS.

Myndir HÉR

 

Mest lesið