Almennur fundur 16 febrúar 2023

Almennur fundur 16 febrúar 2023


Fimmtudaginn 16 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og eins og oftast áður með fyrirlesara, sem að þessu sinni far Friðrik Harðarsson.
Forseti setti fund kl 19:30 og farið var í venjuleg fundarstörf áður en tekið var matarhlé.
Að loknu borðhaldi kynnti forseti aðalgest fundarinns til leiks en til okkar var mættur Friðrik Harðarsson og var erindið að sýna gamlar myndir frá föður sínum Harðar Sigurgeirssonar ljósmyndara hér í Eyjum á árum áður.
Erindið var undir yfirskriftinni “Eyjamenn og horfinn heimur” og var

þetta myndarsýning frá gömlum Eyjamönnum, mannlífi og þeirri byggð sem fór undir hraun í gosinu, og var áhugavert að sjá þessar myndir, sem margir fundarmanna hafa ekki séð áður og voru ekki fæddir þegar þessi byggð stóð í miklum blóma en austurbærinn var að mestu horfinn þegar gosinu lauk í júlí 1973.
Að loknu erindi færði Tómas forseti Friðriki bókagjöf frá klúbbnum sem smá þakklætisvott fyrir fræbært og águgavert erindi.