Þorrablót 2023

Þorrablót 2023


Þorrablót Helgafells var haldið með glæsibrag laugardaginn 4 febrúar s.l. Húsið var opnað kl 19:30 og var mæting á blótið um 80 manns. Þorrablótsnefndin lagði mikla vinnu í að gera blótið sem glæsilegast og var formaður nefndarinnar Daníel Geir Moritz og Hákon Seljan veislustjórar og fórst þeim verkið vel úr hendi og skelltu bröndurum og fleira skemmtiefni á mannskapinn. Aðalsprautan í framreiðslu og 

handeringur á þorramatnum var félagi okkar Ríkharður J Stefánsson og naut hann aðstoðar þorrablótsnefndar. Daníel sá síðan um fjöldasöng og lék kappinn sjálfur undir á gítar, og að lokinni dagskrá tók hljómsveitin Memm við og lék fyrir dansi fram á nótt, en hljómsveitin er ný af nálinni hér í Eyjum og er skipuð sjö meðlimum allveg hörku band þarna á ferðinni.
Við þökkum Þorrablótsnefnd og öllum þeim sem komu að þessum viðburði og félögum og gestum þeirra fyrir frábært kvöld.

TS.

Myndir HÉR 

Myndband HÉR