Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !

Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !


Forseti setti fund kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna og þá sérstaklega Hrafn Sævaldsson sem var kominn til okkar til að flytja erindi um Væntanlegt laxeldi í Viðlagafjöru og seiðaeldisstöð í botni Friðarhafnar. Tómas forseti hóf síðan venjuleg fundarstörf og fór yfir afmælisdaga félaga, en tveir félagar höfðu átt afmæli frá síðasta fundi en að því loknu var tekið matarhlé.
Að loknu matarhléi kynnti Tómas forseti Hrafn Sævaldsson til leiks en hann er Eyjamaður í húð og hár, sonur Valla á

Herjólfi og Sömbu kennara. Hrafn fór yfir erindið um laxeldið í máli og myndum og leyfði félögum að spyrja jafn óðum og erindið fór fram og nýttu félagar það ver og kom fram fjöldi spurninga enda erindið áhugavert og mun skapa fullt af störfum fyrir samfélagið og verður fróðlegt að fylgjast með framvindun þessa verkefnis. Að loknu erindi Hrafns var honum veittur smá þakklætisvottur frá klúbbnum og gefið gott lófatak frá fundarmönnum og þökkum við Hrafni kærlega fyrir fróðlegt og frábært erindi.