Jólafundur Helgafells !

Jólafundur Helgafells !


Í gær laugardaginn 10 desember var haldinn jólafundur í Helgafelli, og var þetta sérstaklega ánægjuleg stund þar sem þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að koma saman til jólafundar á þess að hafa Covid og samkomutakmarkanir yfir höfði sér. Mætin hefur oft verið betri en ansi margir viðburðir voru í gangi á þessum degi og samkeppni mikil um fólkið. Sinawikkonur hafa haft umsjón þessa fundar og séð um matargerð í mörg ár og var þeim þakkað fyrir frábært starf í þágu okkar Kiwanismanna, en að þessu sinni voru þær gestir með sínum mökum, og því var það veisluþjónusta Einsa Kalda sem sá um að töfra fram jólahlaðborðið í ár. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum, farið yfir afmælisdaga félaga og gríni skellt upp á tjaldið og að því loknu var 

 

tekið matarhlé, á meðan beðið var með að klára að bera matinn inn las forseti stutta jólasöum um ljósið.
Að loknu matarhléi kallaði forseti starfsfólk Einsa Kalda fram á gólfið og var þeim gefið veglegt lófatak í þakklætisskyni fyrir frábærann mat. Séra Viðar Stefánsson prestur við Landakirkju flutti okkur því næst hugvekju, sem var frábær og vakti fólk til umhugsunar um að við mannfólkið í heiminum erum allt eins af Guði gert og eigum við að vera góð hvort við annað. Næst var komið að frábæru tónlistarfólki þau Simmi og Unnur, Magnús Einarsson og Kristinn Jónsson stigu á svið og fluttu okkur yndisleg jólalög við frábærar undirtektir. Það er venja á jólafundi Helgafells að í lokin rísa allir úr sætum og syngja saman Heimsum ból og sáu tónlistarfólkið um að leiða söngin og var vel tekið undir af fundargestum. Að þessu loknu sleit forseti fundi og tekið var við að spila Bingó fram eftir kvöldi, mikið grín og mikið gaman.
Stjórn Helgafells þakkar öllum sem komu að þessum fundi að einum eða öðrum hætti og óskum öllum gleðilegra jóla.

TS.