Saltfisk og jólabjórsmakkfundur !

Saltfisk og jólabjórsmakkfundur !


Þann 12 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur og þar sem þetta er almennur fundir og voru þess vegna leyfðir gestir. Á þennann fund fengum við erindi frá okkar nýja félaga Daníel Geir Moritz sem hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og hefur m.a unnið keppnina fyndnasti maður Íslands. Forseti setti þennann fund og hóf hann á venjulegum fundarstörfum og smá gríni og blés síðan til matarhlés, en Einsi Kaldi bauð okkur upp á broccolisúpu og síðan dýryndis saltfiskrétti að hætti Portúgala Bacalau. Að loknu matarhléi var gestur kvöldsins kynntur til leiks af 

forseta og sá hann síðan sjálfur um að kynna sig betur og segja frá sínu lífshlaupi, en í dag er Daníel kennari og formaður knattspyrnuráðs ÍBV. Daníel flutti okkur skemmtilegt erindi og karlinn kann að gera grín af sjálfum sér og voru góðar undirtektir af hanns erindi. Forseti afhenti honum síðan smá þakklætisvott eins og hefð er og var Daníel fagnað með góðu lófataki Næst var komið að jólabjórsmakki og gefa einkunnir af þeim veigum sem voru á boðstólum og sá Jóhann Guðmundsson bruggarinn okkar og Hafsteinn Gunnarsson að mestu um þetta atriði og má sjá einkunnir hér : Jóla malt 7,21
Tuborg julebrygg 6,79
Egils gull jólabjór 5,62
Kaldi jólabjór 5,59
Færeyja jólabjór 5,45
Viking jólabjór 5,41
Thule jólabjór 5,41
Leppur Brothers Brewery 4,69
Verður að segjast að sumir voru nú ekki ánægðir með þessa dóma og töluðu um Venesúela taktík í þessu. Að loknum liðnum önnur mál og tilkynningum var annars góðum fundi slitið en mæting hefði mátt vera betri, en það er margt sem spilar inn í á þessum tímum sem við erum að upplifa í dag.