Almennur fundur! Gestur Guðni Hjálmarsson

Almennur fundur! Gestur Guðni Hjálmarsson


Fimmtudaginn 23 janúar á gosafmælinu var Almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og var mæting með ágætum. Forseti setti fund og hóf venjuleg fundarstörf, en kynnti síðan til leiks aðalgest köldsins, en það var Guðni Hjálmarsson prestur Hvítasunnusafnaðarinns í Vestmannaeyjum. Guðni flutti okkur erindi um ferð sína ásamt fleirum til Nepal, til að aðstoða við að reisa trúboðsstöð, og var þetta frábært og fróðlegt erindi sem Guðni flutti okkur í máli og myndum, og er

erfitt að ímynda sér frá myndum séð hversu harðbílt þetta land er og aðstæður fólks frumstæðar miðað við það sem við þekkjum. Að loknu erindi kallaði Sigvarð forseti Guðna upp og afhenti honum smá þakklætisvott frá klúbbnum. Við Helgafellsfélagar þökkum Guðna fyrir fróðlegt og skemmtilegt erindi.
Næst á dagskrá klúbbsins er síðan Þorrablótið sem verður haldið laugardaginn 1.febrúar og þar stefnir í met þáttöku.

TS.