Góðir gestir í heimsókn !

Góðir gestir í heimsókn !


Fimmtudaginn 12 janúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju fengum við góða gesti í heimsókn til okkar með fróðlegt og erindi. Að loknum venjulegum fundarstörfum og matarhléi voru þeir félagar Ólafur Snorrason  framkvæmdastjóri     Umhverfis og framkvæmdasviðs og Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Þeir voru með góðan fyrirlestur um öldrunarþjónustu bæjarinns og byrjaði Ólafur Snorrason og fór yfir sögu, bygginar og framkvæmdir við málaflokkinn og síðan tók Jón Pétursson við og 

fór yfir félagslegaþáttinn og hvenig hlutirnir virka t.d í sambandi við umsóknir einstaklinga og hjóna.
Þetta var gott erindi hjá þeim félögum og gott fyrir okkur að vera vel undirbúnir því jú við eldumst allir við komumst ekki hjá því. Að fundi loknum færði Andrés Sigurðsson forseti Helgafells þeim félögum smá þakklætisvott frá klúbbnum.










Fv. Ólafur Snorrason, Andrés Sigurðsson og Jón Pétursson