Guðni Grímsson heiðursfélagi í Helgafelli.

Guðni Grímsson heiðursfélagi í Helgafelli.


Á jólafundi Helgafells og Sinawik sl. laugardag 6 desember var Guðni Grímsson gerður að heiðursfélaga í klúbbnum, en Guðni hefur verið mikill dugnaðarforkur í Kiwanishreyfingunni og  mjög virkur félagi og ávalt tilbúinn í hin ýmsu verkefni sem hann er beðin um að taka sér fyrir hendur og er Guðni vel að þessu kominn. Forseti kallaði Guðna og konu hanns Ester Valdimarsdóttir upp á svið eftir að hafa flutt skemmtilegan pistil sem er hér að neðan.

Það var á því herranns ári árið 1971 sem að Guðni Grímsson gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell, Guðni var ritari í stjórn 1974-1975, kjörforseti 81 - 82, Forseti 82-83, fráfarandi forseti 83-84, Svæðisstjóri Sögusvæðis 88-89 og svo féhirðir í stjórn 1991 - 92. Guðni var 37 ára þegar að hann gengur í klúbbinn og því búinn að taka þátt í Kiwanisstarfinu í meira en hálfa sína ævi, en Guðni Grímsson fagnaði einmitt 80 ára afmæli 13. nóvember síðastliðin.  Ef stjórnin sem situr þetta starfsár er skoðuð þá var Kári Hrafnkelsson 5 ára og Geir Reynisson tveggja ára þegar að Guðni gengur í klúbbinn aðrir voru annaðhvort hugmynd eða bara alls ekki á leiðinni í heiminn en Guðni var búinn að starfa í Kiwanishreyfingunni í 10ár þegar að Guðmundur Ásgeirsson féhirðir loksins kemur í heiminn. Fyrir þetta mikla starf í þágu samfélagsins, klúbbsins og fyrst og fremst í þágu barna viljum við þakka Guðna sérstaklega fyrir með því að gera hann að heiðursfélaga klúbbsins. Ég vill því biðja Guðna Grímsson og hans frú Esther Valdimarsdóttir að koma hingað upp til okkar og taka á móti viðurkenningum að þessu tilefni. Ég held að það sé rétt að við rísum svo úr sætum og klöppum fyrir þeim hjónum.

 

Við Helgafellsfélagar þökkum Guðna fyrir vel unnin störf og óskum honum og Ester til hamingju.