Óvissufundur

Óvissufundur


Í gærkvöldi var óvissufundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en við tókum þennann fund upp fyrir nokkurum árum og hefur ávalt heppnast vel. Mæting var i Kiwanishúsinu kl 18.00 og Ragnar forseti setti fund kl 18.15 stundvíslega og fór yfir afmælisdaga félaga, og tilkynnt síðan að nú væru komar rútur fyrir
utan og haldið væri út í óvissuna. Menn vissu nú vegna fundartímans að þá ætti að horfa á landsleikinn enda sú varð raunin, en haldið var upp í Höll þar sem beið okkar matur  og að loknu borðhaldi hófst síðan leikurinn, og skemmtu menn sér konunglega yfir leiknum þó svo að úrslitin hefðu mátt vera betri fyrir okkur.
Að leik loknum komu rúturnar til að sækja okkur og þá var haldið niður í Kiwanishús þar  sem forseti sagði frá því sem næst væri á döfinni og sleit síðan fundi en  klúbbfélagar og gestir sátu  fram eftir kvöldi og áttu saman góða kvöldstund í spjalli og leik, sem sagt vel heppnaður fundur hjá okkur í alla staði.
 
Myndir má nálgast HÉR