Jólafundur

Jólafundur


Í gærkvöldi var haldinn jólafundur hjá Helgafelli og að venju var hann haldinn sameiginlegur með Sinawik konum. Fundurinn hófst með borðhaldi en á boðstólum var glæsilegt jólahlaðborð sem Sinawikkonur sáu um að útbúa , maturinn var frábær hjá stelpunum þær klikka ekki frekar en fyrri daginn. Að loknu borðhaldi hófst síðan dagskrá kvöldsins og var hún hefðbundin
forseti fór með gamanmál og einnig var boðið upp á söngatriði þar sem stúlknakór Landakirkju ásam stjórnanda Védísi Guðmundsdóttur og undirleikara Gísla Stefánssyni sungu nokkur jólalög við góðar undirtektir, Séra Kristján Björnsson flutti okkur Jólahugvekju og í lokin var spilað Bingó eins og ávalt á þessum jólafundi okkar.
Þáttaka var góð eða 110 mans og viljum við þakka öllum sem komu að þessum fundi hjá okkur og gerðu hann svona glæsilegann.
 
Myndir frá fundinum