Jólatrésskemmtun

Jólatrésskemmtun


Í gærdag kl 16.00 var haldin Jólatrésskemmtun Helgafells með pompi og prakt. Þarna mættu félagar með börn og barnabörn og áttu ánægjulega jólastund saman.  Dansað var í kringum jólatréð við undirleik og söng Ólafs Aðalsteinssonar

og boðið var upp á kaffi, gos og bakkelsi sem eiginkonur sjá um af miklum myndarskap. Að sjálfsögðu mættu vaskir Jólasveinar og dönsuðu og sungu með börnunum og færðu þeim síðan smá góðgæti úr poka sínum. Vaskir Helgafellsfélagar með Jóhannes Steingrímsson í broddi fylkingar sáum um framkvæmd skemmtuninnar með miklum myndarskap.

Myndir frá fagnaðunum eru inni á myndasíðu.