Umferðaljósin tekin í notkun.

Umferðaljósin tekin í notkun.


Í morgun voru tekin í notkun umferðaljósin á gatnamótum Heiðarvegar og Bessastíg, en þessi ljós eru gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til samfélagsins undir kjörorðinu Börnin fyrst og fremst.

Það eru orðin allmörg ár síðan klúbburinn gaf gangbrautarljósin á Illugagötunni og lítum við svo á að þetta sé svona framhaldsverkefni þar sem þetta er á sömu gönguleiðinni frá Barnaskólanum og til Íþróttamiðstöðvarinnar þar sem börnin stunda sína leikfimi og sundkennslu. Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar veitt gjafabréfi að þessu verkefni móttöku úr hendi Gílsa Valtýssonar forseta Helgafells. Nemendur 6 bekkjar í Grunnskóla Vestmannaeyja tóku síðan ljósin formelga í notkun undir dyggri leiðsögn Lögregu sem útskýrði fyrir börnunum notkun ljósana.
Að loknu verkefni þáðu börnin svaladrykk og súkkulaði frá Helgafellsfélögum sem þakklætisvott.

Þessi umferðaljós virka þannig að alltaf er grænt ljós á Heiðarvegi nema þegar börn styðja á hnappinn fyrir gönguljósin og eins þegar umferð kemur frá Bessastíg, en nemar eru í götunni sem stjórna þessu.



Fleiri myndir á myndasíðu