Stjórnarskipti

Stjórnarskipti


Stjórnarskipti fóru fram í Helgafelli laugardaginn 6 október kl 16.30 og fóru stjórrnarskiptin fram undir berum himni í góðu gluggaveðri.

Á þessu ári er klúbburinn 40 ára og því þótti við hæfi að hafa stjórnarskiptin uppi á nýja hrauni við minnisvarðann af fyrsta klúbbhúsi okkar sem jafnframt var fyrsta klúbbhús í Evrópu. Það var Birgir Sveinsson Svæðisstjóri Sögusvæðis og félagi í Helgafelli sem sá um stjórnarskiptin með dyggri aðstoð Gylfa Ingvarssonar umdæmisstjóra. Það voru á milli 40 og 50 manns sem lögðu leið sína upp á hraun til að vera viðstaddir þessi óvenjulegu stjórnarskipti, sumir komu á einkabílum en einnig fór rúta frá Kiwanishúsinu og í ökuferðinni sagðí Kristján Egilsson frá tímum fyrsta hússins og stofnun klúbbsins.