Jólafundur !

Jólafundur !


Í gærkvöldi laugardainn 9 desember var haldinn sameiginlegur jólafundur Helgafellsfélaga og Sinawikkvenna, frábær kvöldstund sem aldrei klikkar. Fundur hófst uppúr átta með venjulegum fundarstörfum og síðan var komið að borðhaldi sem ekki var af verri endanum, en á þessum fundi er hefð fyrir því að Sinawikkonur töfra fram glælilegt jólahlaðborð sem engin er svikinn af,  þvílíka kræsingar og glæsilegur eftirréttur í lokin. Að borðhaldi loknu kom Séra Guðmundur Örn sóknarprestur og flutti okkur skemmtilega jólahugvekju sem fjallaði um freistingar sem jú er nóg af á þessum tíma. Félagi okkar Ágúst Bergsson var heiðraður á fundinum og gerður að heiðursfélaga en Gústi eins og við köllum hann varð áttræður í september s.l og er kappinn vel að þessu kominn búinn að vera 

öflugur félagi í klúbbnum. Kjörforseti Helgafells Kristján Georgsson flutti góða jólasögu við góðar undirtektir og síðan risu allir úr sætum og sungu Heims um ból, en þessi liður er hefð á þessum fundi. Ungur og efnilegur túpuleikari Daníel Franz Davíðsson lauk síðan hefðbundinni dagsrá með nokkurum jólalögum, efnilegur drengur þar á ferð.
Eftir að fundi var slitið hófst síðan önnur hefð en það er að spila BINGÓ við mikla ánægju gesta og voru það félagarnir Kristján Georgsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson sem stjórnuðu því af röggsemi og skemmtilegheitum. Að bingói loknu  áttu fundargestir ánægjulega stund saman fram eftir kvöldi.
Við Helgafellfélagar viljum þakka Sinawikkonum fyrir þeirra hlut í þessum fundi og glæsilegt hlaðborð, einnig þökkum við Séra Guðmundi Ernig og Daníel Franz fyrir þeirra framlag og síðan en ekki síst öllum þeim sem komu að Bingóinu með okkur.

TS.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR