Pökkun Jólasælgætis !

Pökkun Jólasælgætis !


Það var mikið fjör í Kiwanishúsinu hér í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en þá komu félagar saman með börn, barnabörn, vini og kunningja til að pakka Jólasælgætinu, en sala þess er ein aðalfjálöflun klúbbsins. Að venju gekk pökkun vel þó svo að oft hafa fleiri komið að þessu heldur en í ár, en þetta er ávalt skemmtileg kvöldstund og jóla andinn svífur yfir vötnum. Um helgina og nánast alla næstu viku göngum við í hús og seljum sælgætið og kostar askjan 2 þúsund krónur, sem er 

gjöf en ekki gjald og vonandi taka bæjabúar vel á móti okkur eins og á valt. Síðan vilju við þakka börnunum og öllum þeim sem komu að þessari pökkun með okkur.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

MYNDBAND MÁ NÁLGAST HÉR