Jólafundur Helgafells!

Jólafundur Helgafells!


Síðastliðinn laugardag 9. desember var haldinn jólafundur klúbbsins, en þessi fundur okkar er ávalt hefðbundinn og hátíðlegur. Eftir að forseti hafði sett fund og farið yfir afmælisdaga félaga var tekið til við borðhald sem ekki var af verri endanum, Jólahlaðborð frá Sigurði Gíslasyni og hanns fólki á veitingarstaðnum GOTT hér í Vestmannaeyjum. Glæsilegur matur í alla staði og margt á boðstólum, hefðbundin jólamatur ásamt nýjungum og voru fundarmenn og gestir í skýjunum með matinn og þökkum við Sigurði og hanns fólki kærlega fyrir. Eftir að borðhaldi lauk og forseti hafði talað var komið að Sr. Guðmundi Erni presti í Landakirkju að flytja okkur jólahugvekju og var 

 

hún frábær eins og Guðmundi er einum lagið að blanda saman hátíðar og léttleika enda húmorinn aldrei langt undan. Um tónlistaratriði sáu hjónin Sigmundur og Unnur með dyggri aðstoð Kristinns Jónssonar bassaleikara og fluttu þau okkur nokkur jólalög við góðar undirtektir, og í lokinn leiddu þau fjöldasöng klúbbfélaga og gesta þar sem sungið er saman sálminn sem allir kunna Heims um ból.
Að söng loknum sleit forseti fundi og eins og ávalt þá var tekið til við að spila bingó undir stjórn Haraldar Bergvinssonar og Kristjáns Georgssonar sem gerðu þetta að mikilli snilld eins og ávalt, og eins og venjulega þegar bingó er spilað fara menn misjafnlega ánægðir út úr þessari spilamennsku og flestir fara tómhentir heim, en þó með jóla andann í farteskinu eftir góðann jólafund.
Stjórn Helgafells þakkar öllum sem komu að þessum fundi og öllum fyrir góða skemmtun og samveru.
 
TS.