Saltfisk og jólabjórsmökkunar- fundur !

Saltfisk og jólabjórsmökkunar- fundur !


Föstudaginn 10 nóvember var hinn árlegi jólabjórsmökkunarfundur hjá okkur Helgafellsfélaögum, en nokkur ár eru síðan þessi fundur var settur á dagskrá klúbbsins og hefur líkað vel. Forseti setti fund kl 19:30 og fór í hin venjulegu fundarstörf áður en tekið var matarhlé en á boðstólum var dýrindis saltfiskur að spænskum hætti ásamt súpu og var vel látið af matnum. Að loknu matarhléi tók Jóhann Guðmundsson bruggmeistari The Brothers Brewery við stjórninni og 

 

 

kynnti hvern bjórinn af fætur örum og voru miklar pælingar og umræður um hvern bjór hjá félögum og gestum þeirra. Stjórnin sá um að skammta í glösin inn í eldhúsi fyrir luktum dyrum og var bjórnum síðan keyrt fram á hjólaborði og dreift á mannskapinn til einkunnargjafar.
Jóhann tók síðan saman einkunargjafirnar og var það Baggalútur sem varð ofan á, en niðurstöðurnar eru hér meðfylgjandi.

 

6.6 Baggalútur Borg brugghús
6.5 JólaKaldi
6.3 Egils Malt jólabjór
6.0 Okkar eigin Jólabjór The Brothers Brewery
5.6 Jólagull Egils
5.6 Tuborg Jólabjór
5.3 Viking Jólabjór
4.3 Jóla Lager The Brothers Brewery
4.0 Egils Gull Lite
3.9 Ora Jólabjór

Við þökkum Jóhanni og Brugghúsi hanns fyrir þeirra hlut í þessum góða fundi og félögum og gestum fyrir komuna.

TS.