Almennur fundur 7 september 2023

Almennur fundur 7 september 2023


Á þessum aðalfundi var aðagestur okkar og fyrirlesari Magnús Stefánsson þjálfari meistaraflokks ÍBV í handknattleik karla og flutti hann okkur erindi um komandi tímabil, leikmannamál og væntingar. Magnús lék á sínum ferli með KA, síðar Akureyri og gekk svo til liðs við Fram þar sem hann lék í nokkur ár.
Árið 2011 Magnús og eiginkona hans Ester Óskarsdóttir svo til Eyja og skrifaði Magnús undir samning hjá ÍBV.

Á ferli sínum sem leikmaður hjá 

 

ÍBV vann Maggi 8 titla, en það voru 1.deildar titilinn 2013, Íslandsmeistaratitill 2014, bikarmeistara titill 2015, þrennan 2018, meistarar meistaranna 2019 og svo loks bikarmeistaratitill vorið 2020 og er nú ríkjandi Íslandsmeistari

Magnús hefur starfað við þjálfun frá árinu 2009, þegar hann hóf að þjálfa yngri flokka hjá Fram. Eftir komuna til Eyja 2011 hefur hann komið að þjálfun hinna ýmsu flokka, jafnt karla og kvenna en nú síðustu ár þjálfað 3.flokk karla, verið í U-liðs þjálfarateymi og var  aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla þar til nú að hann er aðal karlinn í brúnni.
Að loknu erindi Magnúsar færði forseti Magnúsi smá þakklætisvott frá klúbbnum og fékk Magnús góðar undirtektir og lófaklapp í lokinn.