Sælkerafundur Helgafells

Sælkerafundur Helgafells


Sælkerafundur Helgafells var haldinn föstudaginn 24 mars sl. Á þessum fundi sjá kokkar klúbbsins um matseldina sem er eingöngu sjávarfang sem Rikki félagi okkar er búinn að sjá um að flaka fyrir klúbbinn. Í ár var boðið uppá Skötusel, Þorskhnakka, Saltfisk í kryddhjúp, Karfaflök, Lúðu, Þorsksporða og löngu ásamt viðeigandi sósum og meðlæti.

Að loknu borðhaldi tók félagi okkar Guðmundur Alfreðsson við og flutti okkur erindi í máli og myndum um flug sitt á fisvél sem Guðmundur smíðaði ásamt

Stefáni félaga sínum. Þeir hafa verið duglegir að ferðast á þessari vél og fengum við að sjá hluta af þeirra ferðum og glæsilegum ljósmyndum. Að loknu erindi Guðmundar var seinni hálfleik af landsleik Kosovo og Íslands varpað upp á tjáld og úrslitin voru okkur í hag þannig að allir gætu farið sáttir heim frá þessum fundi.

Við viljum þakka öllum sem komu að þessum fundi til að gera hann sem glæsilegastan, en Helgafellsfélagar verða að taka sig saman í andlitinu með mætingu og að bjóða með sér gestum á svona fund.

 

Myndband má nálgast HÉR