Mikið starf í desember.

Mikið starf í desember.


Aðventan er mjög annasöm hjá okkur Helgafellsfélögum og mikið um að vera í starfi og leik. Við byrjum ávalt á Hraunbúðum Dvalarheimili Aldraðra og skreytum þar hátt og lágt og komum heimilinu í jólabúning en þetta hefur klúbburinn gert frá því heimilið var byggt, síðar á aðventunni eða á Aðfangadag þá heimsækjum við heimilisfólk Hraunbúða og gefum þeim jólasælgæti og syngjum sálma.
Þann 8 desember komum við saman í húsinu okkar til að pakka jólasælgætinu okkar sem við hefjum síðan sölu á en sá hátturinn er á að 

við göngum í öll hús bæjarinns til að selja því jú þetta er okkar aðal fjáröflun.
Það er ávalt mikið líf á verkstæði jólasveinsins þegar félagar ásamt börnum, barnabörnum, vinum og ættingjum koma saman til pökkunar eins og má ímynda sér en pökkunin tekur yfirleitt ekki meira en klukkustund með góðri skipulagningu. Það er síðan margt framundan, sameiginlegur jólafundur með Sinawikkonum á laugardaginn og síðan 27 des er jólatrésskemmtun í húsinu okkar.

TS.

Myndir má nálgast HÉR

Myndband má nálgast HÉR