Snorri Jónsson á fundi hjá Helgafelli

Snorri Jónsson á fundi hjá Helgafelli


Í gærkvöldi fimmtudaginn 18 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum. Vel var mætt enda góður ræðumaður sem boðaður var á þennann fund en það var heimamaðurinn Snorri Jónsson hagyrðingur með meiru. Forseti setti fund og fór yfir afmælisdaga félaga og þessi hefðbundnu fundarstörf og síðan var tekið matarhlé. Að venju var góður maturinn frá Einsa Kalda og félögum en í eldhúsinu að þessu sinni var Gunnar Heiðar kokkur hjá Einsa Kalda. 

Að loknu matarhléi var farið yfir síðustu fundagerð og nokkurar tilkynningar og síðan var gestur kvöldsins kynntur til leiks, en það var hagyrðingurinn Snorri Jónsson sem er ættaður

frá Siglufirði en búinn að vera búsettur í Vestmannaeyjum í fjölda mörg ár. Snorri sagði skemmtilegar sögur og brandara við góðar undirtektir fundarmanna og einnig kynnti hann nýútkominn disk sem hann hefur gefið út með tónlistarfólki úr Eyjum og á Snorri alla textana.

Þetta var skemmtilegur fundur í alla staði og menn fóru ánægðir heim, og að venju afhenti forseti Snorra smá þakklætisvott frá klúbbnum í þakklætisskyni.










Kári Hrafnkelsson og Snorri Jónsson.