Árshátið og stjórnarskipti í Helgafelli

Árshátið og stjórnarskipti í Helgafelli


Í gærkvöldi laugardaginn 4 október fóru fram stórnarskipti og árshátíð hjá Helgafelli að viðstöddum Umdæmisstjóra og frú og gestum. Húsið var opnað kl. 19.30 , síðan setti forseti Ragnar Ragnarsson fund og fór yfir dagskrá og las upp afmælisdaga félaga að venju og gaf síðan Hafsteini Gunnarssyni veislulstjóra orðið, og fór Hafsteinn með smá gamanmál og síðan var gert hlé með an borðhald fór fram, en borðið var uppá glæsilegan þriggjarétta matseðil frá Einsa Kalda , frábær matur vægast sagt. Veittar voru mætingaviðurkenningar sem hlutu Ragnar Ragnarsson, Tómas Sveinsson, Hafsteinn Gunnarsson, Birgir Sveinsson og Einar Birgir Einarsson.
Teknir voru inn tveir nýjir félagar þeir Ólafur K Guðmundsson og Hjálmar Viðarsson og sá Umdæmisstjóri Gunnlaugur Gunnlaugsson og forseti Ragnar Ragnarsson um þá athöfn, en það er alltaf ánægjulegt þegar teknir eru inn nýjir félagar og bjóðum við þessa ungu menn velkomna til starfa og væntum við mikils af þeim í framtíðinni. Næst var komið að stjórnarskiptum sem Gunnlaugur Umdæmisstjóri stjórnaði með aðstoð Guðmundar Jóhannssonar og Magnúsar Benónýssonar. Byrjað var á því að þakka fráfarandi stjórn góð störf og nælt í þá viðkomandi merki og síðan var nýja stjórnin sett inn í embætti  en hana skipa: Jóhann Ólafur Guðmundsson forseti, Kári Hrafnkelsson kjörforseti, Ragnar Ragnarsson fráfarnadi forseti, Kristján Georgsson ritari, Guðmundur Ásgeirsson féhirðir, Geir Reynisson gjaldkeri og Huginn Helgason erlendur ritari. Var stjórninni gefið gott lófatak og óskað velfarnaðar á komandi starfsári.
Umdæmisstjóri hélt síðan ávarp og kallaði nýkjörinn forseti upp á svið og færði honum að gjöf merki og fána. Fráfarandi og nýkjörinn forseti tóku til máls og fluttu smá ávarp, fráfarandi þakkaði fyrir sig og sagðist vera stoltur af því að hafa verið forseti í þessum öfluga klúbbi okkar og nýkjörin forseti sagið aðeins frá áherslum starfsársinns.
Næstur steig á svið félagi okkar og Ágúst Gústafsson og flutti nokkur lög fyrst einn og síðan með aðstoð söngelskra klúbbfélaga, og var gerður góður rómur að flutningi þessara heiðursmanna. Að lokum gaf veislustjóri nýkjörnum forseta orðið sem síðan sleit fundi.
Félagar og gestir þeirra áttu síðan ánægjulega stund saman í Kiwanishúsinu fram eftir nóttu.

TS.

Myndir má nálgast HÉR.