Almennur fundur hjá Helgafelli.

Almennur fundur hjá Helgafelli.


Í gærkvöldi miðvikudaginn 16 apríl var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju mátti taka með sér gesti, en heldur var mæting léleg enda  miðvikudagsfundur og margir farnir í páskafrí. Fyrirlesari kvöldsins var Magnús Jónasson rekstrarstjóri Dvalarheimilisins Hraunbúða, og hafði forseti á orði í kynningu að það væru orðnir svo gamlir félagar í klúbbnum að við værum komnir við dyrnar á elliheimilinu, en í framhaldi af því þá ber þess að geta að við vorum að samþykkja einn 23 ára félaga í klúbbinn okkar og annann rúmlega þrítugan, þannig að það hefur aldrei myndast kynslóðabil í klúbbnum og þetta þurfa aðrir klúbbar að passa uppá, því ef svo væri, þá væri þessi fjölgunarumræða í hreyfingunni óþörf.
Magnús fór yfir sögu öldrunarheimila í Vestmannaeyjum og skýrðir út fyrir fundarmönnum rekstrarform í dag og þá liði sem snúa að ríki og bæ. Erindi Magnúsar var fróðlegt og margt sem kemur á óvart, og í framhaldi svaraði Magnús fyrirspurnum frá fundarmönnum sem voru þó nokkurar. Að loknu erindi þakkaði Ragnar forseti Magnúsi fyrir og færði honum smá þakklætisvott frá okkur klúbbfélögum.