Jólafundur

Jólafundur


Í gærkvöldi var haldinn Jólafundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju var hann sameiginlegur með Sinawik konum. Húsið var opnað kl 19.30 og strax byrjuðu gestir að streyma til fundar sem var síðan settur um áttaleytið af forseta Helgafells Ragnari Ragnarssynir, sem hóf sitt má á að fara yir afmælisdaga félagar, en einn félagi Andrés Sigurðsson átti einmitt afmæli þennan fundardag. Að þessu loknu hófst borðhaldið en boðið var upp á glæsileg Jólahlaðborð að hætti Sinawik- kvenna og ekki klikkaði það frekar en áður, hreint út sagt frábær matur hjá konunum og berum við þeim bestu þakkir fyrir.
Að loknu borðhaldi flutti séra Guðmundur Örn okkur jólahugvekju sem fór vel í mannskapinn og síðan tók Sigþóra Guðmundsdóttir forsæta Sinawik til máls og m.a  veitti viðurkenningu til tveggja Sinawik- kvenna, Maríu Friðriksdóttuir og Stellu Skaptadóttir við gott lófatak fundargesta.
Síðan var komið að kaffi og eftirréttir kvöldsinns og síðan tók við tónlistaratriði en það voru engir aðrir en Molarnir sem stigu á stokk og fluttur okkur nokkur jólalög með Eyvindi kennara sínum, greinilega efnilegir tónlistarmenn þar á ferð, og stárkar takk fyrir frábærann flutning ! Næst var komið að sitjandi forseta Ragnari Ragnarssyni að flytja fyrir okkur jólasögu sem samin var af Sigurlaugu stjúpdóttur Ragnars, skemmtileg saga, og greinilegt að Sigurlaug er góður penni og stefnir hún á nám í kvikmynda- handritsgerð. Að venju áður en forseti sleit fundi risu fundargestir úr sætum og sungið var sálmurinn Heims um ból og nýstofnaður kór klúbbsinns sá um forsönginn.
Eftir fundarslit var tekið til við að spila Bingó sem er fastur liður á jólafundi okkar og að þessu sinni stjórnuðu þeir Haraldur Bergvinsson og Kristján Georgsson Bingóinu af mikilli rökksemi, góðir vinningar voru í boði og fengur færri en vildu bingó þó öllu væri til tjaldað og allt reynt til að hreppa vinning.
Frábær fundur í alla staði og viljum við þakka öllum sem komu að þessu með okkur.
 
Myndir frá fundinum má nálgast HÉR