Hjálmaafhending hjá Helgafelli.

Hjálmaafhending hjá Helgafelli.


Laugardaginn 4 janúar fór fram afhending reiðhjólahjálma til fyrstu bekkinga grunnskóla hér í Vestmannaeyjum en þetta verkefni Kiwanishreyfingarinnar er í samstarfi við Eimskip í ár eins og undanfarin ár. Hjá okkur Helgafellsfélögum notum við tækifærið og erum með Hjálmadag þar sem börnin eru boðuð niður í Kiwanihús og þar fer fram ákveðin dagskrá í samstarfi við Lögregluna sem mætir á staðinn og skoðar hjólin hjá börnunum og síðan erum við lík í samstarfi við Slysavarnarfélagið Eykindil,
en konurnar koma að þessu með okkur að miklum myndarskap og eru útbúnar reiðhjólaþrautir sem þær leiða börnin í gegnum. Og síðan er slegið upp grillveislu þar sem allir fá pylsur með öllu tilheyrandi . Þetta er einstaklega gefandi og skemmtilegt verkefni og viljum við Helgafellsfélagar þakka öllum þeim sem koma að þessu verkefni með okkur.
 
Fleiri myndir má nálgast HÉR