Kiwanis reynir að útrýma stífkrampa

Kiwanis reynir að útrýma stífkrampa


Helgafell og Sögufélag Vestmannaeyja sameinast til styrktar verkefninu - Selja bók um sögu stífkrampa í Vestmannaeyjum.
Árið 2010 ákvað heimsþing Kiwanis að hefja annað heimsverkefni hreyfingarinnar, að safna 110 milljón dollurum til að útrýma stífkrampa, eða ginklofa í heim­in­um. Þessum fjármunum á að safna fram til ársins 2015, en þá verður Kiwanishreyfinginn 100 ára. Verkefnið er unnið með UNICEF, sem sér um að vinna verkið í þeim löndum þar sem þessi vágestur er enn til staðar.
„Þegar þetta hófst var talið að stíf­krampi eða ginklofi væri þjóðf­élags­vandamál í 38 löndum,“ sagði Hafsteinn Gunnarsson, forseti Kiw­anisklúbbsins Helgafells.  „UNI­CEF hefur unnið að þessu verkefni  síðan 1992 og þá voru löndin um 60. Með þessu á að vera hægt að bjarga um 60 milljónum barna og ungum mæðrum þeirra.  En það deyr eitt barn á 9 mínútna fresti af þessu vágesti sem kostar aðeins um 2 dollara að gera barn ónæmt  fyrir.“
  Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur eins og aðrir Kiwanisklúbbar tekið þetta verkefni upp á sína arma og hafa styrkt þetta verkefni.  „Eins og Vestmannaeyingar ættu að vita var þessi sjúkdómur landlægur hér áður fyrr og dró fjölda barna til dauða.  Sögufélag Vestmannaeyja gerði þessari sögu góð skil í bók sem var gefin út árið 1990.  Í tilefni þessa söfnunarátaks okkar í Kiw­anisklúbbnum Helgafelli hefur Sögufélag Vestmannaeyja gefið okkur nokkur eintök af bókinni sem við áætlum að selja til styrkar þessu verkefni.  Bók þessi verður seld á kr. 2500 og rennur allt andvirðið óskipt í að útrýma þessum vágesti,“
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið er bent á að hafa samband við
Magnús í síma 840-5530, netfang skolavegi15@internet.is eða
Hafsteinn í síma 897-1167, netfang hafsteinn@speyjar.is