Almennur fundur hjá Helgafelli

Almennur fundur hjá Helgafelli


Síðastliðinn fimmtudag var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og voru fengnir góðir gestir á fundinn en það voru þeir Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnuráðs ÍBV og Hermann Hreiðarsson þjálfari. Forseti setti fund kl 19.30 og hóf fundinn á venjulegum fundarstörfum og síðan var tekið matarhlé. Að loknu matrhléti og fundargerðarlestri var erindi kvöldsins kynnt og Hermann steig í pontu og fór yfir áætlanir sumarsins, leikmannamál og aðra þætti sem við koma svona knattspyrnuliði
og greinilegt að Hermann og klúbburinn stefna hátt á komandi sumri. Hermann svaraði fjölda spurninga úr sal enda þegar málefni ÍBV ber á góma er ávalt mikill áhugi. Frábær mæting var á fundinn en leyfilegt var að hafa með sér gesti.
Að lokum færði Forseti þeim félögum Óskari og Hermanni smá þakklætisvott frá klúbbnum, og berum við þeim félögum bestu þakkir fyrir frábært kvöld.

Myndir má nálgast HÉR