Sælkerafundur

Sælkerafundur


Síðastliðinn fimmtudag var Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en þetta er sá fundur þar sem kokkar klúbbsinns sjá um eldamennskuna og er þá næstum eingöngu sjávarfang á boðstólum. Þetta er jafnframt almennur fundur og því leyfilegt að hafa með sér gesti og voru um áttatíu manns mættir á þennann fund í ár, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.
 
 
Á þessum fundi er líka ávalt fyrirlesari og í þetta skiptið var það Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Karl Gauti Hjaltason og flutti hann okkur áhugaverðan fyrirlestur um stjörnufræði og himingeyminn. Þetta var fróðlegt erindi hjá Karli Gauta sem jafnframt svaraði spurningum úr sal jafn óðum.
Menn voru ánægðir með erindið og að því loknu færiði Hafsteinn forseti Karli Gauta smá þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum.
Þessi fundur var vel heppnaður eins og ávalt en kokkar klúbbsinns eru: Tómas Sveinsson, Grímur Gíslason, Sævar Guðjónsson, Stefán Ólafsson og Karl Helgason, einnig ber að þakka Rikka Stefáns og Birgi Sverrissyni fyrir frábæra aðstoð við hráefnisöflun, ásamt öllum þeim sem komu að þessu frábæra kvöldi með okkur.
 
Myndir frá fundinum má nálgast HÉR
 
Karl Gauti ásamt Hafsteini forseta Helgafells