Almennur fundur hjá Helgafelli

Almennur fundur hjá Helgafelli


 Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og var nokkuð góð mæting félaga og gesta en aðal erindi kvöldsinns flutti fyrrum félagi okkar Magnús Bragason , en hann keypti Hótel Þórshamar ásamt eiginkonu sinni á síðasta ári. Magnús lítur björtum augum á framtíðina og byrjaði á því að breyta nafni hótelsins í Hótel Vestmanaeyjar og fékk í lið með sér meistarakokkinn Einsa Kalda til að sjá um veitingastað hótelsins sem er hinn glæsilegasti.
En Magnús lét ekki þar við sitja því nú nýlega var tekin fyrsta skóflustunga af nýbyggingu við hótelið sem mun stækka það um helming sem eru frábær tíðindi fyrir okkur Helgafellsfélaga þar sem við höfum boðist til að halda Umdæmisþing 2015 og ekkir veitir af að auka gistiplássið. Félagar létu vel að erindi Magnúsar og svaraði Magnús fjölda fyrirspurna úr sal .Að lokum færði forseti honum smá þakklætisvott frá kllúbbnum og óskum við Magnúsi og Öddu velfarnaðar og bjartrar framtíðar á komandi árum með sinn Hótelrekstur
 
Myndir frá fundinum HÉR