Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.

Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.


S.l laugardagskvöld 6 október fór fram stjórnarskipti og árshátið Helgafells að viðstöddum félögum og gestum. Húsið var opnað kl 19.30 og upp úr því byrjuðu gestir að steyma að og var kvöldinu startað með fordrykk. Þegar gestir höfðu komið sér fyrir hófst borðhald en boðið var uppá þriggja rétta matseðil frá Einsa Kalda og var látið vel að matseldinni.
Hefðbundin dagskrá var í boði, veittar viðurkenningar og þar tók Ragnar Örn umdæmisstjóri til máls í sínu síðasta embættisverki og veitti klúbbnum viðurkenningu fyrir fyrimyndarklúbb við góðar undirtektir. Í viðurkenningunum  bar þar hæst að Birgi Sveinssyni f.v Umdæmisféhirði var veitt silfurstjarna frá klúbbnum og síðan og ekki síst var Einar M. Erlendsson gerður að heiðursfélaga í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, en einar hefur verið kraftmikill félagi frá upphafi og er stofnfélagi í klúbbnum og hann starfar enn af fullum krafti þó hann standi á áttræðu, glæsilegur Kiwanismaður þar á ferð. Einnig var tekinn inn einn nýr félagi Sigvard Anton Sigvarsson, kraftmikill ungum maður sem við væntum mikils af í framtíðinni og bjóðum við Helgafellsfélagar Sigvard velkominn í klúbbinn og hreyfinguna. Um stjórnarskiptin sá Pétur Jökull Hákonarsson svæðisstjóri Sögusvæðis og honum til aðstoðar voru félagar hanns í Mosfelli og tókst þeim félögum vel upp voru öruggir í öllum sínum aðgerðum, en nýja stjórn Helgafells skipa, Hafsteinn Gunnarsson forseti, Ragnar Ragnarsson kjörforseti, Magnús Benónýsson fráfarandi forseti, Arnsteinn Ingi Jóhannesson ritari, Lúðvík Jóhannesson féhirðir, Guðmundur Þór Sigfússon gjaldkeri og Ólafur Guðmundsson erlendur ritari. Að loknum stjórnarskiptum var komið að fjöldasöng sem þeir félagar Jarl Sigurgeirsson og Sæþór Vídó sáu um og tóku gestir vel á því í söngnum með þeim félögum  . Leikfélag Vestmannaeyja flutti okkur frábært söngatriði frábær syrpa hjá þeim. Þegar hefðbundinni dagskrá lauk hófst dansleikur fram á nótt með Hljómsveitinni Brimnes.
Við Helgafellsfélagar þökkum öllum gestum og þeim sem komu að þessu frábæra kvöldi með okkur.
 
Myndir má nálgast í myndasafni og HÉR