Erlendir gestir í heimsókn hjá Helgafelli

Erlendir gestir í heimsókn hjá Helgafelli


Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn til Eyja þar sem Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri, Alan Penn Heimsforseti, Paul Inge Paulsen Evrópuforseti, Ralph Castelan umdæmisstjóri Norden og Andrés Hjaltason f.v umdæmisstjóri komu í heimsókn ásamt eiginkonum sínum. Mótökunefnd klúbbsins tók á móti þeim og haldið var beint í rútuferð um Heimaey undir leiðsögn Alfreðs Alfreðssonar hjá Vikingtours,
sem sagði sögu eyjanna á skemmtilegan hátt og berum við honum bestu þakkir fyrir, en meðal annars var farið að minnisvarða um fyrsta Kiwanishúss Helgafells sem einnig er fyrsta Kiwanishús í Evrópu. Hádegisverður var snæddur á Einsi Kaldi restaurant og eftir hádegisverð var haldið á Byggðasafnið þar sem Helga Hallbergsdóttir tók á móti okkur og leiddi okkur í gegnum safnið og sögu eyjanna og ýmislegra hluta sem á safninu eru. Að lokinni heimsókn á Byggðasafnið var haldið í húsið okkar við Strandveg og gestunum sýnt húsið og boðið til kaffiveitinga, og boðið upp á myndasýningu með gosmyndum Sigmars Pámasonar. Menn voru síðan kallaðir upp og fengu fána frá gestunum og Magnús forseti færði erlendu gestunum ljósmyndabók að gjöf frá klúbbnum.
Við Helgafellsfélagar viljum þakka öllum sem komu að þessari heimsókn.
 
 
 
Myndir frá heimsókninni má nálgast HÉR