Félagsmálafundur hjá Helgafelli

Félagsmálafundur hjá Helgafelli


Þá er starfið farið af stað hjá okkur Helgafellsfélögum eftir sumarleyfi og var fyrsti fundur í gærkvöldi og var mæting góð miðað við að margir félagar eru enn fjarverandi vegna sumarleyfa.
Að venju hóf forseti fundinn með því að fara yfir afmælisdaga félaga og eins og gefur að skilja í stórum klúbbi þá hafa margir átt afmæli síðan í byrjun maí, en einn af þessum afmælisbörnum var
Jónatan Guðni Jónsson en hann varð fimmtugur þann 27 júlí og að venju var honum færð fánastöngin góða frá klúbbnum
en þessi siður er hafður á þegar menn verða fimmtugir. Það var Magnús Benónýsson forseti sem færði
Jónatani stöngina við lófatak félaga.