Þorrablót Helgafells

Þorrablót Helgafells


Þorrablót Helgafells var haldið s.l laugardagskvöld með pompi og prakt, margt var um manninn eða um 150 manns og á meðal gesta var Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri og Sigríður eiginkona hanns. Húsið var opnað kl 19.30 og tóku gestir stax að streyma að . Þegar Ágúst formaður nefndarinnar var búinn að setja skemmtunina formlega var hafist handa við borðhaldið og að sjálfsögðu var dýrindis þorrahlaðborð á boðstólum sem nefndarmenn sáu um að sinni alkunnu snilld enda valinn maður í hverju rúmi.
Að loknu borðhaldi tók við skemmtidagskrá í máli, myndum og söng þar sem Ágúst nefndarformaður reið á vaðið ásamt ungri söngkonu Soffíu Mássdóttir. Einnig var boðið upp á fjöldasöng, og sá Einar Hallgrímsson um að stjórna söngum og leika undir á samt Grími Gíslasyni einum af nefndarmönnunum, og einnig var spurningarkeppni milli borða í gangi á meðan dagskráin fór fram. Það var síðan kántrýsveitin Klaufar sem sá um að leika fyrir dansi frá á rauða nótt, frábær hljómsveit þarna á ferð.

Myndir má nálgast með því að klikka HÉR