Sundmót Helgafells

Sundmót Helgafells


Sundmót Kiwanisklúbbssinns Helgafells var haldið 26 maí s.l og var fjöldi barna mætt til leiks. Þetta sundmót hefur verið haldið síðan 1974 og á árum áður sáu Kiwanisfélagar um alla framkvæmd mótsinns en í dag er framkvæmd mótsinns í höndum Sunddeildar ÍBV en Helgafell sér um fjámögnun verðlaunagripa o.fl
Að venju fá þau börn Kiwanisbikarinn sem bæta sig mest á milli móta, og allir fá einhvern glaðning og síðan er endað á góðri grillveislu.
Þetta árið voru það Albert Snær Tórshamar og Rebekka Rut Friðriksdóttir sem bættu sig mest á milli Kiwanismóta og óskum við þeim til hamingju með góðann árangur.
 
Myndir frá mótinu má nálgast HÉR