Jólaheimsókn á Hraunbúðir

Jólaheimsókn á Hraunbúðir


Á aðfangadag hófu Helgafellsfélagar jólahátíðna með heimsókn á Dvalarheimili aldraðra Hraunbúðir, tveir vaskir sveinar fylgdu með í för ásamt nokkurum börnum og ungum píanósnyllingi. Aldursforsetinn Svavar Steingrímsson flutti stutt ávarp og síðan las Sigurfinnur Sigurfinnsson upp úr jólaguðspjallinu.
Síðan sungu félagar ásamt heimilisfólki Heims um ból og að síðustu fóru jólasveinarnir af stað og afhentu fólkinu jólasælgætis öskjur eins og þær sem við seljum í upphafi aðventu. Síðan var haldið á Sjúkrahúsið og sjúklingum afhentur sami pakki, og var félögum boðið upp á kaffiveitingar í matsal Skjúkrahússins.  Að þessum heimsóknum loknum  héldu félagar sáttir heim á leið klárir í hátíðarhöldin og búnir að trekkja upp jólaskapið.