Jólasælgætispökkun

Jólasælgætispökkun


Fimmtudaginn 25 nóvember var sælgætispökkun hjá okkur Helgafellsfélögum, og þá er handagangur í öskjunni þegar saman eru kominn um 140 manns ,börn og fullorðnir,  og tekið til við pökkun sælgætis
 í jólaöskjurnar og minnir þetta helst á verkstæði Jólasveinsinns enda vanur hópur þarna að störfum og tekur pökkunin á tvö þúsund öskjum ekki nema tæpa klukkustund.
 Börnin fá síðan gos og sælgæti að launum fyrir vel unnin störf.
Við Helgafellsfélagar munum síðan ganga í hús næstu daga og selja sælgætið, en þetta er okkar aðal fjáröflun og taka bæjarbúar ávalt vel á móti okkur og vonand verður áframhald á því nú í ár
en askjan mun kosta 1000.kr sem er sama verð og á sl. ári.
 
Hér má sjá myndir frá pökkuninni