Óvissufundur hjá Helgafelli

Óvissufundur hjá Helgafelli


Á föstudaginn s.l var óvissufundur hjá Helgafelli. Hófust herlegheitin kl 19.30 með venjulegum fundarstörfum í húsinu okkar og síðan var komið að borhaldi þar sem boðið var upp á dýrindis lasagna með öllu tilheyrandi og að venju var það Einsi Kaldi sem sá um matreiðsluna. Síðan var haldið út í óvissuna.
Fyrir utan Kiwanishúsið beið langferðabifreið frá Viking Tours og undir stýri sat sjálfur bossinn Sigurmundur Einarsson.Eftir um hálftíma akstur um hið víðfema landsvæði Heimaeyjar þar sem brandarar
 og annað gamanmál var flutt var komið að íþróttasvæði bæjarinns þar sem skoða átti nýtt og
glæsilegt knattspyrnuhús Eyjamanna. Inni beið Magnús Sigurðsson framkvædastjóri Steina og Olla
 en þeir eru byggingaverktakar hússins. Magnús bauð okkur upp á veitingar á meðan hann
fór yfir byggingarsögu hússins og allt er því við kemur.
Að lokinni þessari móttöku var haldið út í langferðabifreiðina og næsti áfanga staður var FABLAB þar sem Frosti Gíslason tók á móti okkur en
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Nýsköpunarmiðstöð Íslands setti upp Fab Lab smiðju í Vestmannaeyjum sumarið 2008. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á persónumiðaðri framleiðslu, stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og að efla nýsköpun á Íslandi. Þá er verkefninu ætlað að auka tæknilæsi almennings og almenna tæknivitund. Markmið verkefnisins eru enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og að efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja, menntastofnana og nemenda.

Að loknu erindi Frosta var haldið niður í Kiwanishús þar sem félagar áttu góða kvöldstund fram eftir kvöldi.

Fundurinn var í alla staði vel heppnaður og viljum við Helgafellsfélagar koma á framfæri þakklæti til
Steina og Olla, Magnúsi Sigurðssyni og Frosta Gíslasyni og ekki má gleyma bílstjóranum
okkar Sigurmundi Einarssyni.
 
Myndir frá fundinum