Fyrsti fundur starfsársins hjá Helgafelli

Fyrsti fundur starfsársins hjá Helgafelli


Fyrsti fundur starfsársins og nýrrar stjórnar undir forustu Birgis Guðjónssonar var haldinn sl. fimmtudag 14 október. Á þessum fundi var veitt ein viðurkenning en Einar Birgir Einarsson fékk viðurkenningu fyrir 100 % mætingu  og hlaut skjöldinn góða að launum en Einar var fjarverandi á Árshátið okkar þar sem viðurkenningar voru veittar.  Frábær mæting var á þennann fyrsta fund hjá okkur eða tæplega 80 félagar.
Farið var yfir áætlun starfsársins og fjárhagsáætlun ásamt hinum ýmsu félagsmálum. Frábær fundur og greinilegt að starfið verður blómlegt á næsta starfsári eins og ávalt. Einnig er græðlingsklúbburinn frá Helgafelli farinn að funda í Eldeyjarhúsinu í Kópavogi og þar eru félagar orðnir 24, glæsilegur árangur hjá Jóni Óskari og félögum og stefnir í að nýr klúbbur verði stofnaður á höfðuðborgarsvæðinu á næsta ári.
 
Birgir Guðjónsson forseti