Stjórnarskipti og árshátíð hjá Helgafelli

Stjórnarskipti og árshátíð hjá Helgafelli


Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells fór fram s.l laugardag, 2 október að viðstöddu fjölmenni í Kiwanishúsinu við Strandveg. Húsið var opnað kl 20.00 með fordrykk í tómstundarsal hússins og síðan var haldið í aðalsalinn og fundur settur um kl 20.30 af forseta Einari Friðþjófssyni sem skipaði Kristleif Guðmundsson veislustjóra kvöldsins .
Síðan hófst borðhald og var glæsilegur þriggjarétta matseðill í boði frá Veisluþjónustu Einsa Kalda, og var vel látið af matnum hjá þeim félögum. Síðan komu á svið krakkar frá tónlistaskóla Vestmannaeyja tvær stúlkur og einn drengur  og tóku þau nokkur lög fyrir okkur stúkurnar við undirleik kennara síns en drengurinn lék sjálfur undir á gítar. Tveir nýjir félagar voru teknir inn  við þessi stjórnarskipti  og voru það Kári Hrafnkelsson og Gíslí Erlingsson, en á næstu dögum verða teknir inn 24 til viðbótar og munar þar mest um Græðlingsklúbbinn sem búið er að koma á laggirnar á höfuðborgarsvæðinu. Ritari Helgafells Guðmundur Jóhannsson veitti mætingarviðurkenningar og hlutu Þór  Engilbertsson, Birgir Sveinsson og Ragnar Ragnarsson þau að þessu sinni en þeir voru allir með 100% mætingu. Næst sá félagi okkar Gísli Valtýsson Svæðissjóri Sögusvæðis um stjórnarskipti  en nýja stjórn Helgafells fyrir starfsárið 2010 – 2010 skipa
Forseti Birgir Guðjónsson
Kjörforseti Magnús Benónýsson
Fv.forseti  Einar Friðþjófsson
Ritari  Ólafur Friðriksson
Féhirðir Sigurður Friðriksson
Gjaldkeri  Kristján Georgsson
Erlendur ritari Geir Reynisson
Að loknum  stjórnaskiptum tók við skemmtidagskrá sem nýskipuð skemmtinefnd sá um og þ.a.m kom fram þýskur söngvari (???) sem söng eins og engill, hljómsveitin Spútnik og Thelma tóku nokkur lög fyrir hátíðagesti en þeir voru á leið í Höllina að spila á lokahófi ÍBV og síðan var sunginn klúbbsöngurinn okkar við undirleik og stjórn Jarls Sigurgeirssonar og í framhaldi af þv í voru sungin nokkur fjöldasönglög og síðan var fundi slitið og við tók dansleikur fram á rauða nótt og sá hljómsveitin Tríkot um að halda uppi stuðinu.
Eins og sjá má vel heppnuð árshátíð í alla staði.
 
Myndir á þessari slóð.